18.02.1933
Neðri deild: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (2349)

37. mál, riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfellssveit

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil aðeins geta þess, að á þessum fundi átti að útbýta þáltill., sem átti að ræðast í Sþ. viðvíkjandi hinu þekkta Hlaðgerðarkotsmáli, er snertir Magnús Guðmundsson og Vigfús Einarsson, en af einhverjum orsökum hefir till. ekki komið hingað í deildina, og var þó prentunin ekki nema örfá orð. Vil ég leyfa mér að kvarta undan þessari afgreiðslu skrifstofunnar. Þáltill. var um riftun á kaupum þeim, sem hæstv. dómsmrh. hefir gert.