10.03.1933
Sameinað þing: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í D-deild Alþingistíðinda. (2362)

37. mál, riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfellssveit

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Ég tók eftir því, að í forsendum sínum fyrir þessari till. endurtók tillögumaðurinn, hv. 1. þm. S.-M. það a. m. k. tvisvar sinnum, að hann vildi ekki við atkvgr. um þetta mál láta það koma fram, jafnvel ekki óbeinlínis, að hann greiddi hæstv. dómsmrh. traustsyfirlýsingu. En það er eins og kunnugt er, sá eini ráðh., sem Sjálfstfl. á í samsteypustj. Ég tel sjálfsagt, að svo framarlega sem þetta er sagt fyrir hönd Framsfl. yfirleitt, þá verði Sjálfstfl. að fara fram á það við hæstv. forseta, að fundarhlé verði gefið áður en til atkv. verði gengið til þess að flokkurinn geti tekið afstöðu til þessa traustsskorts á hæstv. ráðh., sem kemur fram í þessum ummælum.