08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1838 í B-deild Alþingistíðinda. (2578)

95. mál, alþýðuskóla á Eiðum

Sveinn Ólafsson:

Í frv. þessu á þskj. 137 eru taldar nokkrar minni háttar breyt. á fyrirkomulagi Eiðaskóla auk breyt. þeirra, sem gerðar voru með l. nr. 24 1921, eins og tekið var fram af hv. frsm. n. Ég fellst að öllu á þessar breyt. á fyrirkomulagi skólans, en ekki á form frv. eða efni 9. gr. þess. Í 9. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að úr gildi falli stofnlög skólans. Þessi stofnlög frá 1917 fela í sér samning milli Alþingis og Múlasýslnanna um allveruleg fjárskipti og rekstur alþýðuskóla á Eiðum, svo sem frsm. skýrði frá, og annarsstaðar er ekkert skjallegt til viðvíkjandi þessum samningum. Ekkert afsal til ríkisins er til fyrir eignum hins forna Eiðaskóla, nema það, sem felst í 1. gr. stofnlaganna frá 1917. Mér finnst, að ef 1. þessi verða felld úr gildi, svo sem 9. gr. frv. mælir fyrir, þá geti jafnvel orkað tvímælis, hvort ríkissjóður eigi eftir þetta jarðagóssið og þær aðrar eignir, sem afhentar voru með samningnum, sem felst í 1. gr. 1. nr. 36 1917.

Ég tel því að öllu athuguðu, að betur fari á því, að þessi samningur standi óhaggaður eins og verið hefir undanfarið, en breyt. þær á rekstri skólans, sem frv. gerir ráð fyrir, komi fram eins og breyt. á stofnlögunum, og að frv. heiti, eins og ég legg til: „Frv. til l. um breyt. á 1. nr. 36 20. okt. 1917, um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og afhendingu Eiðaeignar til landssjóðs“.

Hér er því, eins og hv. frsm. benti á, engin efnisbreyt. á frv. eftir mínum till. á þskj. 566, önnur en þessi eina, að ekkert verði haggað við því, sem nú er ætlazt til að óskráð og óbreytt standi í gildandi 1. um skólann.

Ég finn ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta, af því að þetta hefir svo ljóslega verið tekið fram af hv. frsm. En samkv. till. mínum eiga að standa áfram í gildi 1. og 2. gr. stofnl., en vísast til frv. á þskj. 137 um þær gr., sem á eftir fara.