08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1842 í B-deild Alþingistíðinda. (2584)

95. mál, alþýðuskóla á Eiðum

Sveinn Ólafsson:

Ég ætla ekki að fara að eltast við þennan afgæðing hv. þm. V.-Húnv. En út af niðurlagi ræðu hans vil ég geta þess, að sjálfur flm. frv. er því samþykkur, að það taki þeim breyt., sem ég legg hér til. Það hefi ég eftir honum sjálfum.

Að vera að teygja málið út í gamansemi og glettnisspjall, eins og hv. þm. V.-Húnv. reyndi, er síður en ekki til þess að flýta þingstörfum eða greiða götu málsins.

Engu af því, sem óskað hefir verið eftir að fá breytt, er spillt með till. mínum. Þess vegna geri ég ráð fyrir, þrátt fyrir „innlegg“ hv. þm. V.-Húnv., að hv. þm. hallist að því að samþ. þær, það er eðlilegasta og heppilegasta lausn málsins.