02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1855 í B-deild Alþingistíðinda. (2651)

80. mál, dýralæknar

Magnús Torfason:

Ég hafði kvatt mér hljóðs áður en hv. 3. landsk., og af sérstakri ástæðu, því að ég þykist kunna það þingsköp, að það sé eðlilegt, að nm. tali fyrst og skýri frá sinni skoðun, sem þeir hafa komizt að. En sú sérstaka ástæða til, að ég kvaddi mér strax hljóðs, var sú, að ég ætlaði að óska þess, að hv. 3. landsk. gerði ekki grein fyrir afstöðu sinni við þessa umr., sakir þess, að ég verð að fara héðan úr deildinni. Nú hefir hann hætt við að bera fram till. í þetta sinn, og er ég honum þakklátur fyrir það, og svo n. fyrir afgreiðslu málsins.

Af þessari sömu ástæðu ætla ég ekki að fjölyrða um málið í þetta sinn, en óska þess, að málinu verði vísað til 3. umr.