08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í B-deild Alþingistíðinda. (2691)

185. mál, refaveiðar og refarækt

Frsm. (Pétur Ottesen):

Ég þarf ekki annað en vitna til grg., sem fylgir þessu frv. Þar er gerð grein fyrir, að í frv. felst sú ein breyt. frá núgildandi l. um þetta efni, að inn í þau er bætt, að þær reglur, sem sýslunefndir og atvmrh. eiga að setja um refagirðingar, geti einnig náð til girðinga um önnur loðdýr, sem ræktuð eru hér. Þegar þessi lög voru sett 1930, var hér ekki um aðra loðdýrarækt að ræða en refarækt. En síðan hafa ýmsar dýrategundir verið fluttar til landsins í því skyni að ala þau vegna skinnanna, sem engu síður þarf að sjá um, að séu vel geymd, heldur en refirnir. Þess vegna er farið fram á að bæta þessu ákvæði inn í l.