05.05.1933
Neðri deild: 59. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (2722)

161. mál, tollalög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Út af ummælum hv. þm. Ak. vil ég geta þess, að frv. þetta er, eins og vitanlegt er, bráðabirgðaráðstöfun. Það verður að gera ný l., þegar þau 1., sem nú gilda um toll á innlendum tollvörutegundum, renna út. Þessi hækkun er lögð til með það fyrir augum, að þessi framleiðsla gefur nú mjög litlar tekjur í ríkissjóð. En þetta er gert til bráðabirgða, eins og ég hefi sagt.

Vegna ummæla hv. þm. Seyðf. vil ég segja það, að verndin á innlendri framleiðslu þessara vörutegunda verður ekki meiri en hún er, því öll framleiðslan á þessum vörum er nú innlend, og innlend samkeppni því ein um að skapa verðið. Svo var það um ölið, þótt það sé nú máske ekki framleitt í samkeppni. Og nú er mikið kapphlaup um kaffibætinn. Og vegna ótta um verðhækkun á kaffibæti í skjóli þessa tolls vil ég benda á, að Samband ísl. samvinnufélaga hefir komið sér upp kaffibætisgerð og fylgir þar sömu álagningarreglu og á öðrum sviðum. Því má óhætt treysta, hvað sem trausti til annara kaffibætisframleiðenda liður. Það má segja, að þetta sé verndartollur, en með honum er þó að engu breytt því ástandi, sem nú er. Innflutningsgjaldið kemur ekkert til greina. En það er hækkað til þess að fá hærra framleiðslugjald af þessum vörum í ríkissjóð. Með samþykkt þessa frv. er því ekki stofnað til neinnar nýrrar hættu. Ástandið helzt óbreytt fyrir því. — Annars var margt af því, sem hv. þm. Seyðf. sagði, alveg rétt. En það átti ekki við eins og nú er ástatt og getur því ekki talizt rök gegn frv.