29.04.1933
Neðri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1892 í B-deild Alþingistíðinda. (2732)

161. mál, tollalög

Frsm. (Hannes Jónsson):

Þetta er nú sú makalausasta röksemdafærsla, sem ég hefi heyrt. Dettur hv. þm. í hug, að nokkur sé svo vitlaus, þó að tollurinn verði hækkaður, að hækka svo verðið á ölinu, að ekkert seljist? Fyrst skapast framleiðendunum möguleiki á því að hækka verðið við það, að tollurinn er hækkaður, og svo hækka þeir það svo mikið, að enginn vill kaupa það! Þetta nær vitanlega ekki nokkurri átt.