29.04.1933
Neðri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (2734)

161. mál, tollalög

Frsm. (Hannes Jónsson):

Þetta er lítið og mjög auðvelt reikningsdæmi. Hv. þm. segir: Hvítöl er helmingi ódýrara en annað öl. Er það ekki rétt hermt? (GÍ: Jú, það er rétt). Og svo segir hann, ef 4 aur. er bætt við beggja vegna, þá verður verðið hið sama á báðum tegundunum. Reikningsdæmið er einfalt og lítur svona út: 4+15=19 og 4+30=34 og eftir því, sem hv. þm. segir, ætti þá 19 að vera jafnt og 34. Ég botna ekkert í því, að hv. þm. skuli fara með slíkar fjarstæður hér í hv. d.