18.05.1933
Efri deild: 75. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1896 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

161. mál, tollalög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Það er tæplega rétt hjá hv. 2. landsk., að mikil hætta sé á verðhækkun á þeim tveim vörutegundum, sem hér er hækkaður tollur á. Núgildandi tollur hindrar alla erlenda samkeppni. Þetta breytist á engan hátt, þó að frv. nái samþykki. Nú þegar er öll erlend samkeppni útilokuð á þessu sviði, og hún getur ekki orðið meira útilokuð, þó að þetta frv. verði samþ. Hv. þm. taldi óheppilegt, að iðnaðurinn hér á landi skyldi þrífast í skjóli hárra tolla, en um það tjáir ekki að sakast í sambandi við þetta frv., heldur þarf hv. þm. í því atriði að snúast gegn öllu núgildandi ástandi og 1. á þessu sviði.