11.04.1933
Neðri deild: 50. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

1. mál, fjárlög 1934

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Út af fyrirspurn hæstv. forseta viðvíkjandi 7. brtt. á þskj. 376, vil ég segja nokkur orð. Hann spurði, hvort stj. vildi ekki í samræmi við 1. nr. 45 frá 1931 greiða allt að 20 þús. kr. til sjóvarnargarðs hjá Eyrarbakka, gegn jafnmiklu framlagi annarsstaðar að, þó ekki væri veitt til þess fé í fjárl. sjálfum. Út af þessu vildi ég segja það, að ég get ekki séð, að það skipti stj. nokkru, hvort það stendur í fjárl. eða ekki, vegna þess að heimildin er til í þessum l. og hún er bundin sama skilyrði eins og í brtt. hæstv. forseta. Ég skal þess vegna lýsa því yfir, að svo framarlega sem álitið verður, að fé sé fyrir hendi, þá verður þetta gert, hvort sem þessi till. verður samþ. eða ekki.