15.02.1933
Sameinað þing: 1. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

1. kjördeild:

AA, BJ, BSt, BÁ, BKr, GÓ, HStef, HJ, IngB, JAJ, JónÞ, LH, PO, SvÓ.

2. kjördeild:

BSn, EÁrna, GL, HSteins, HV, JakM, JónJ, MJ, MT, PM, SvbH, VJ, ÞorlJ.

3. kjördeild:

GÍ, HG, JJós, JBald, JÓl, JónasJ, Jónas Þ, JörB, MG, PHerm, PHalld, StgrS, TrÞ.

Fyrir lá að rannsaka kjörvottorð eins þm., 4. þm. Reykv., Péturs Halldórssonar. Féll það í hlut 1. kjördeildar. Aldursforseti ákvað fundarhlé meðan kjördeildin lyki störfum, en að rannsókn lokinni var fundinum fram haldið.

Frsm. 1. kjördeildar (Halldór Stefánsson): Fyrsta kjördeild hefir fengið í hendur útskrift úr gerðabók yfirkjörstjórnarinnar í Reykjavík frá 14. sept. síðastl. um kosningu Péturs Halldórssonar, þar sem lýst er yfir, að hann sé rétt kjörinn þingmaður við kosninguna. Engar kærur hafa komið fram yfir kosningunni. Leggur kjördeildin einróma til, að kosningin verði tekin gild.

ATKVGR.

Kosningin samþ. í e. hlj.