24.05.1933
Efri deild: 80. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2053 í B-deild Alþingistíðinda. (3169)

166. mál, bráðabirgðaverðtollur

Guðrún Lárusdóttir:

Út af því, sem hæstv. ráðh. sagði, vil ég taka fram, að mér dettur ekki í hug að halda því fram, að hér sé um sérstaklega þarfa iðju að ræða. En mér finnst samt, að styðja beri svo að segja hvaða iðju sem er á jafnörðugum tímum og nú standa yfir. Það voru vitanlega réttmæt orð, er hæstv. forsrh. sagði um hinn trausta grundvöll fegurðarinnar undir atvinnuvegi þeirra, er stunda andlitsfegrun o. þ. h. En ég vil ekki láta konurnar vera einar um það, að vilja líta vel út. Ungir piltar vilja líka líta vel út, og hefi ég ekkert út á það að setja, þótt þeir reyni að fegra sig. Á rak­arastofum eru þess háttar vörur líka all­mikið notaðar.

Viðvíkjandi innlendu blómunum vil ég segja það, að þau hafa oft reynzt alldýr. Og ég held, að það sé helzt fyrir burgeis­ana hér, að kaupa t. d. blómin frá Reykj­um til að skreyta kistur ástvina sinna með, en það er nú orðinn almennur siður að skreyta líkkistur með blómum. Við því er ekkert að segja; það ber aðeins vott um ræktarsemi eftirlifandi ástvina, sem allir hljóta að skilja og virða.