10.05.1933
Efri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

1. mál, fjárlög 1934

Halldór Steinsson:

Mér finnst hæstv. forseti leggja of mikla áherzlu á það að flýta málum hér, því að fjárl. liggur ekki svo mikið á, að nauðsynlegt sé að klára atkvgr. í kvöld. Fyrir þinginu liggja nú mörg önnur stórmál, og munu fjár.: ekki verða til þess fyrst og fremst að tefja þingið. Var því útlátalaust fyrir hæstv. forseta að fresta umr. Hitt er ekki rétt, að menn hafi neitað að vera á fundi.