29.04.1933
Neðri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í C-deild Alþingistíðinda. (3220)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hefi ekki gert neina till. um það, að vísa þessu máli til n., af þeirri ástæðu, að það kemur frá n. Ég hefði aldrei gert aðra till. en að vísa því til fjhn.n. mun venjulega hafa haft svipuð mál til meðferðar. En ég get ekki fallizt á það, að það fari til kreppun., vegna þess, að á sama hátt og gjöld vegna kreppuráðstafana verða borguð úr ríkissjóði, verður að borga inn í ríkissjóð. En það er óheppilegt, að þetta sé spyrt hvort á móti öðru, því að það lendir á ríkissjóði hvort sem er að greiða mismuninn. Ég sé ekki, að svona formsatriði geti verið til óþæginda fyrir hv. þm. Seyðf. um að fylgja góðu máli.