10.05.1933
Efri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

1. mál, fjárlög 1934

Guðrún Lárusdóttir:

Ég kann ekki við ásakanir hæstv. forseta um, að sjálfstæðismenn yfirleitt hafi ekki setið þennan fund. Ég veit ekki betur en að ég sæti hér grafkyrr allan fundinn, og mun hæstv. forseti verða að telja mig til sjálfstæðismanna hér í hv. d. En ég vildi nota tækifæris til þess að finna að ókyrrð þeirri, sem alloft hefir verið hér í d. Heyrist stundum ekki mannsins mál vegna umgangs og skvaldurs í óviðkomandi mönnum. Hæstv. forseti ætti að reyna til að hafa meiri kyrrð í deildinni.