27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í C-deild Alþingistíðinda. (3238)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það hlýtur að vera mjög orðum aukið, að mikill hluti gjaldenda fái hærri skatta en nemur tekjum. Og að það sé sök ríkisins, get ég ekki fallizt á. Það getur ekki verið rétt, og væri auðvelt að sýna það með dæmum. En hitt get ég fallizt á, að heppilegt væri, að bæjarfélögin hefðu fleiri tekjustofna en nú er. Er það þess vert, að tekið væri til gaumgæfilegrar athugunar á næsta þingi.