11.05.1933
Neðri deild: 71. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2221 í B-deild Alþingistíðinda. (3449)

172. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég gerði grein fyrir brtt. okkar við 2. umr. og get vísað til þess, og jafnframt þess, er fram kom hjá okkur í umr. um kreppulánasjóð. Við álítum sjálfsagða sanngirni, að svipuð hjálp sé veitt þeim, sem við svipuð kjör eiga að búa, hvort sem þeir eru til sjávar eða sveita. Ég vil ennfremur láta þess getið, að frestur á afborgun skulda getur ekki verið með þeim skorðum, sem ákveðið er í frv., nema um mjög lágar upphæðir sé að ræða.