27.05.1933
Efri deild: 82. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2222 í B-deild Alþingistíðinda. (3476)

172. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv. er einn liður í kreppuráðstöfunum þingsins og miðar að því að tryggja bændum gjaldfrest af föstum lánum við ræktunarsjóð, byggingar- og landnámssjóð og veðdeildir Landsbankans og Búnaðarbankans. Ennfremur er gert ráð fyrir, að bændur geti fengið lækkaða vexti niður í 4½%. N. virtist nauðsyn á frv. og vill mæla með því, en telur réttara, að tekið sé fram, að vaxtaeftirgjöfin sé lögð fram úr ríkissjóði, og ennfremur að frystihúsum sé veittur styrkur, ¼ stofnkostnaðar, til að greiða með skuldir sínar við stofnanir ríkisins. Þessi styrkveiting virðist sanngjörn með tilliti til mjólkurbúastyrksins, einkum þegar þess er gætt, að kjötframleiðslan hefir orðið miklu harðar úti en mjólkurframleiðslan, sem situr að sæmilegum markaði. N. leggur til, að frv. verði samþ. með brtt. á þskj. 798. Vaxtaívilnunin nemur h. u. b. 120 þús. kr. á ári.