13.05.1933
Neðri deild: 73. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í C-deild Alþingistíðinda. (3506)

124. mál, geldingu hesta og nauta

Frsm. (Lárus Helgason):

Það er alveg rétt, að hv. 1. þm. Skagf. var ekki viðstaddur, þegar frv. var afgr., en mér láðist að geta þess í fyrri ræðu minni.

Ég vil vænta þess, að d. fari nú ekki að breyta um sínar fyrri gerðir í þessu efni, heldur fallist á þær brtt., sem fram hafa komið frá meiri hl. n. Þá er víst, að tilgangur frv. næst; fyrir því er reynsla fengin, en aftur á móti er allt óvíst um þá aðferð, sem Ed. vill láta hafa.

Ég vænti því, að d. fallist ekki á till. hv. 1. þm. Skagf., en samþ. brtt.