18.05.1933
Efri deild: 75. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (3521)

170. mál, höfundaréttur

Frsm. (Jón Jónsson):

N. var alveg sammála hv. flm. þessa frv. um, að æskilegt væri, að sett sé ný löggjöf um þessi efni, því að engum dylst, að réttur rithöfunda og listamanna er mjög illa tryggður og nauðsynlegt að ráða á því bót. Í lögum erlendra þjóða er miklu betur frá þessu gengið. En hér er um mjög umsvifamikinn lagabálk að ræða og ekki hlaupið að því að semja hann, vegna þess að engin ráð né tillögur hafa enn fengizt frá þeim mönnum, sem hér hafa mest vit á. N. álítur því ekki, að gott sé að leggja frv. fyrir svo illa undirbúið, svo að hún hefir samþ. að leggja til, að málinu sé vísað til stj., sem svo gengst fyrir athugun og undirbúningi þess og leggur það fyrir næsta þing. Því legg ég fram af n. hálfu rökst. dagskrá, á þskj. 696, og legg til, að málið verði afgr. á þann hátt.