19.05.1933
Efri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í C-deild Alþingistíðinda. (3531)

123. mál, lýðskóla með skylduvinnu nemenda

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég sé ekki ástæðu til þess, að hv. d. fari að samþ. þá rökst. dagskrá, sem hér var borin fram, m. a. vegna þess, að þáltill. sú, sem menntmn. bar fram í Nd., hefir ekki enn verið rædd þar og því síður samþ. Er óvíst, hvernig fer um þessa þáltill. Í annan stað get ég ekki mælt með þessum frágangi á frv., því að það er óþarfa krókaleið til þess að láta málið sofna. Held ég, að frv. verði jafnljúfur svefn í faðmi hv. flm. eins og einhverrar stj., enda þótt hugmyndin kunni að vera að einhverju leyti nýtandi.