24.03.1933
Efri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (3553)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jakob Möller [óyfirl]:

Eftir útliti fjárlagafrv. eins og það er afgr. frá fjvn. Nd., þótt gera megi ráð fyrir, að eitthvað verði lækkaðir tekjuliðirnir eftir áætlun stj., er það vafasöm ástæða til neitunar, að tekjuleysi sé við borið, því að frekar má gera ráð fyrir, að tekjurnar innheimtist betur en nú yfirstandandi og síðastl. ár. Afkoma ríkissjóðs virðist mun betri, fjárlögin eru sama sem tekjuhallalaus. Ég tel því, að erfitt sé fyrir d. að neita um lækkun á útflutningsgjaldi á sjávarafurðum. Mér finnst alveg ástæðulaust að samþ. frv., þar sem engar eða miklu minni kröfur eru gerðar um ívilnun fyrir útveginn, og vona ég, að bætt verði úr þessu á sanngjarnan hátt.