29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 231 í C-deild Alþingistíðinda. (3563)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það er rétt hjá hv. þm. Snæf., að af hálfu okkar flm. frv. og brtt. hafa ekki komið fram neinar till. til fjáröflunar í það skarð, sem frv. og brtt. höggva í tekjur ríkissjóðs. En ég ætla, að ég hafi bent á það, þegar ég bar fram mína brtt., að ég teldi, að hægt væri að vinna upp sem svaraði þeirri tekjurýrnun, er hún kæmi til að valda, með sparnaði á fé ríkissjóðs, og hygg ég, að það væri heppilegasta leiðin. Væri betur farið nú, ef meira hefði verið að gert í þá átt undanfarin ár.