06.05.1933
Efri deild: 65. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2286 í B-deild Alþingistíðinda. (3588)

77. mál, virkjun Sogsins

Forseti (GÓ):

Ég veit ekki betur en að það hafi alltaf fengizt, að mál væru tekin á dagskrá, þegar beðið hefir verið um það. Ég held, að ég hafi alltaf verið liðlegur í því efni, og ég skal bæta þessu frv. um Sogsvirkjunina á dagskrána. (JakM: Þá eru allir sáttir). Já, eins og vant er að vera, þetta er ekkert ófriðarheimili. — Annars skal ég taka það fram, að ég hefi nú séð mig um hönd og ákveðið að láta frv. um löggæzlu ekki vera á dagskrá á mánudag.

Á 66. fundi í Ed., 8. maí, var frv. aftur tekið til 3. umr. (A. 549, 559, 571).