20.05.1933
Efri deild: 77. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (359)

1. mál, fjárlög 1934

Frsm. (Jón Jónsson):

Það er rétt skilið hjá hv. 1. þm. Reykv., að fjvn. ætlast til, að þeir, sem komnir voru inn í fjárlög, haldi styrkjum sínum að þessu sinni.

Þótt ekki væri ósanngjarnt, að verzlunarskólinn fengi meiri styrk, þá valda erfiðir tímar því, að hér verður að spara sem annarsstaðar, og auk þess virðist standa Rvík nærri að styðja hann, þar sem Reykvíkingar eiga manna hægast með að sækja skólann og gera það líka.