08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2309 í B-deild Alþingistíðinda. (3666)

173. mál, óréttmæta verslunarhætti

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Þetta frv. var afhent allshn. af Verzlunarráði Íslands og hún beðin að flytja það. Okkur var sagt, að það væri sumpart þýtt, og það af löggiltum skjalaþýðara. En margir hafa hneykslazt á því, hvað málið á frv. væri slæmt, og hefir góður íslenzkumaður verið fenginn til þess að yfirfara frv. og laga á því málið.

Brtt. á þskj. 583 eru aðeins um betra málfar, en í engu efnisbreytingar. Hvað snertir till. hv. þm. Ísaf., álít ég hana til bóta, — og líka þá brtt., sem fram er komin um breyt. á nafni frv., en hún er shlj. till. n., sem ég vona að verði samþ. Ég þykist svo ekki þurfa að orðlengja þetta frekar.