29.05.1933
Efri deild: 83. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (3685)

173. mál, óréttmæta verslunarhætti

Frsm. (Jónas Jónsson):

Nefndin leit svo á, að yrði þetta ákvæði lögfest, að viðlögðum sektum, væri ekki annað leyfilegt en að hækka smásöluverðið. Textinn er augljós, og eftir honum er vítavert, ef smásalinn fær ekki 25%. Ef kaupfélag vill selja vöru með kostnaðarverði, getur það fengið 2000 kr. sekt. Ef mjólkursalan í Borgarnesi vill ekki selja til þeirra, sem selja með lítilli álagningu, þá hún um það. Þessi grein sýnist vera umbúðir um eðlilega verðhækkun, enda hefir hún vakið sérstaka athygli.