19.05.1933
Neðri deild: 78. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í C-deild Alþingistíðinda. (3744)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Steingrímur Steinþórsson:

Ég vildi aðeins taka fram afstöðu mína gagnvart rökst. dagskrá hv. þm. Mýr. Ég játa það, að dagskrá þessi kom mér í talsverðan vanda; ég er henni samþykkur að því leyti, að stj. sé falinn undirbúningur fyrir næsta þing um breyt. útflutningsgjalds af landbúnaðarafurðum í betra horf en nú er. En samt get ég ekki greitt atkv. með dagskránni, sökum þess, að till. er vísað frá um leið. En ég get ekki sætt mig við þá afgreiðslu þessa máls, að ekki verði af létt þessu útflutningsgjaldi af landbúnaðarafurðum einmitt nú á þessu erfiða ári. Hefði dagskráin komið fram í tillöguformi, hefði ég glaður samþ. hana, því að þá hefði mátt samþ., að þetta gjald yrði látið niður falla á því eina ári, sem hér um ræðir. En ég get ekki samþ. dagskrána eins og nú stendur á, þó að ég geti skrifað undir þær röksemdir, sem að henni liggja.