05.04.1933
Efri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í C-deild Alþingistíðinda. (3767)

116. mál, salerni í sveitum

Frsm. (Jón Jónsson):

N. hefir fallizt á fyrir sitt leyti, að þetta mál eigi rétt á sér, og mælir með, að það nái fram að ganga með nokkrum nauðsynlegum breyt. Aðalbreytingarnar eru tvær, eins og segir í nál.

Fyrst er gert ráð fyrir í brtt. n. á þskj. 312, að lögin séu látin ná til fleiri en bæja í sveitum, að þau nái líka til íbúðarhúsa í sjávarþorpum, þar sem ekki er heilbrigðissamþykkt. Tel ég víst, að enginn ágreiningur verði um það, að þetta sé æskilegt. Hinar brtt. miða að því að tryggja betri framgang þessa máls, með því að gera hreppsn. það að skyldu að láta héraðslækninn fylgjast með í því, hvað salernagerðinni miði áfram, og að hann geri skyldu sína til þess, að lögin nái tilgangi sínum. Þá hefir n. sett ýms skýrari ákvæði um það, hverjir eigi að bera kostnaðinn af salernagerðinni, og leggur hann á jarðeigandann, en gert er ráð fyrir, ef um vanrækslu verði að ræða á þessu, að þá sé leiguliða heimilað að framkv. verkið á kostnað eiganda. Loks hefir n. breytt orðalagi 6. gr., sem betur mátti fara. Þessi breyt. gerir enga efnisbreyt., og vænti ég þess, að um það verði enginn ágreiningur.

Frv. leggur ekki neinn aukinn kostnað á ríkissjóð, því að sá eini kostnaður, sem lendir á ríkissjóði, ef þetta verður samþ., er við safnforir, sami og eftir núgildandi jarðræktarlögum, og er því ekki um neina breyt. að gera.

Ég vil svo fyrir hönd n. óska þess, að málið nái fram að ganga með þeim breyt., sem eru á þskj. 312.