05.04.1933
Efri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í C-deild Alþingistíðinda. (3769)

116. mál, salerni í sveitum

Bjarni Snæbjörnsson:

Ég vil líka taka undir það með hv. þm. Snæf. að þakka hv. n. fyrir góða afgreiðslu þessa máls.

Eins og ég gat um í framsöguræðu minni fyrir þessu máli, þá var ekki aðalatriðið fyrir okkur flm., að engar breyt. yrðu gerðar á þessu frv., heldur það, að hv. n. vildi skilja nauðsyn þessa máls, og það hefir hún gert.

Ég hefi athugað breytingarnar á þskj. 312, og finnst mér, að þær séu yfirleitt til bóta. Þess vegna vil ég líka láta í ljós þá skoðun mína á þessu frv., að bezt sé að afgr. það með þeim breyt., sem hv. n. fer fram á.