29.05.1933
Neðri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (3777)

93. mál, ábúðarlög

Frsm. minni hl. (Steingrímur Steinþórssson):

Ég get tekið undir það með hv. þm. Borgf., að varla sé gerlegt að koma með breyt., sem grípa inn í form frv., þar sem ekki er tími til athugunar. En hitt tel ég eðlilegt, að menn beri fram brtt., sem ekki raska höfuðformi þess.

Landbn. hafði fund í morgun og athugaði brtt., og 4 nm. hafa komið sér saman um brtt. á þskj. 839. Um þær hefir verið rætt nokkuð áður. Við sáum ekki fært að ganga inn á nema lítið af brtt. hv. 1. þm. S.-M., bæði af því að ekki vannst tími til að athuga þær, og af því, að sumir nm. voru þeim andvígir. Þó höfum við gengið inn á þá breyt. á 2. gr., að fleytimagn jarða megi vera 46 kúgildi, í stað 36 áður, og ennfremur þá brtt., að í stað þess að leita til Búnaðarfél. Ísl. um sameiningu jarða skuli menn snúa sér til sveitarstjórnar.