22.05.1933
Neðri deild: 80. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í C-deild Alþingistíðinda. (3781)

116. mál, salerni í sveitum

Frsm. meiri hl. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. hefir klofnað um þetta mál. Hv. þm. Mýr. vill samþ. frv. óbreytt, en meiri hl. getur ekki fallizt á, að það verði gert að lögum í þessari mynd. Að vísu telur hann, að rétt sé stefnt í því, að laga þurfi þennan gamla óvana, sem því miður er enn víða ríkjandi. En þrátt fyrir það getur hann ekki séð sér fært að samþ. það, en leggur til, að því verði vísað til Búnaðarfél. Íslands til frekari lagfæringar. Þess vegna vill meiri hl. leyfa sér að leggja til, að frv. verði afgr. með rökstuddri dagskrá, sem prentuð er í nál. á þskj. 721.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum að svo stöddu.