18.04.1933
Neðri deild: 52. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í C-deild Alþingistíðinda. (3804)

137. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Þetta óbrotna mál, sem hér liggur fyrir, gengur út á það, hvort rétt mundi vera að undanþiggja þau kvikmyndahús frá því að borga skemmtanaskatt, sem rekin eru af bæjarfélögum. Ástæðan fyrir því er sú að komið hefir upp ágreiningur um þetta atriði á milli ríkisstj. og bæjarstj. á Ísafirði.

N. getur ekki fallizt á að gera mun á kvikmyndahúsunum eftir því, hverir þau reka, en telur hinsvegar sjálfsagt, að bæjarfélög, sem reka kvikmyndahús, séu engum órétti beitt og að ekki sé beitt meira harðræði um innheimtu skatta vegna þeirra kvikmyndahúsa heldur en hinna, sem rekin eru af einstaklingunt. N. hefir, eins og áður er sagt, ekki getað fallizt á frv. og mun greiða atkv. á móti því.