18.04.1933
Neðri deild: 52. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í C-deild Alþingistíðinda. (3805)

137. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Jón Auðunn Jónsson:

Ég skrifaði undir þetta nál. með fyrirvara. Ég er sömu skoðunar og áður um, að það hafi ekki verið heppilegt að svipta bæjarfélög þessum tekjum, eins og gert var 1923 með l. um skemmtanaskatt og þjóðleikhús. Ýms þeirra vörðu þessu fé í sérstöku augnamiði, eins og t. d. að á Ísafirði var því varið til líknarstarfa. Bæjarfélög hafa ekki haft of marga tekjustofna og hafa komizt í mikla fjárþröng nú á síðari árum. Afstaða mín er óbreytt í því, að ég álít, að það hafi verið misráðið að setja þessi 1. En hinsvegar, að skemmtanaskatturinn ætti að vera einn af föstum tekjustofnum bæjar- og sveitarfélaga.