09.03.1933
Neðri deild: 20. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í C-deild Alþingistíðinda. (3936)

82. mál, fátækralög

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það er sjálfsagt að rannsaka nánar, hvort venjan í þessum efnum ei sú, sem ég sagði. Ég þori ekki að staðhæfa þetta. Ég man og eftir þessu eina tilfelli, sem hv. flm. mun eiga við, og getum við talazt nánar við um það milli umr., en eins og ég áður sagði, er ég því samþykkur, að ríkið sé látið greiða þennan kostnað eins og annan kostnað af dvöl manna á refsistað, en þó því aðeins, að dómur hafi gengið um það.