26.05.1933
Neðri deild: 83. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2480 í B-deild Alþingistíðinda. (4030)

127. mál, varnarþing og stefnufrest í víxilmálum

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Samkv. víxill. frá 1882 voru engin ákvæði um varnarþing eða stefnufrest í víxilmálum, og reyndist þetta mjög óheppilegt, eftir að bankar fóru að starfa hér. Fyrir forgöngu bankanna var þessu breytt með l. nr. 33 11. júlí 1911, þannig, að ákveðið var, að höfða mætti víxilmál fyrir gestarétti á greiðslustað víxilsins, en þetta er mjög óskýrt orðað í l., svo að l. hafa jafnan verið skilin svo, að þetta tæki aðeins til þeirra víxla, þar sem greiðslustaðurinn er sérstaklega tilgreindur, en ekki til hinna, þar sem hann er aðeins nefndur í sambandi við nafn greiðanda. Þykir rétt að kippa þessu í lag jafnhliða endurskoðun víxill, og heimila að höfða og reka öll víxil- og tékkamál á greiðsluvarnarþingi, og er frv. fram borið af þeim ástæðum.

Fleiri orðum sé ég ekki ástæðu til að fara um þetta, en legg til f. h. n., að frv. verði samþ.