02.06.1933
Efri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2615 í B-deild Alþingistíðinda. (4173)

186. mál, sala mjólkur og rjóma

Magnús Torfason:

Ég sagði við 1. umr., að frv. hyggðist á samkomulagi milli Mjólkurfél. Rvíkur og mjólkurbúanna fyrir austan fjall. Síðan hefir orðið sú breyt. á, að þessir aðilar hafa gert með sér nýjan samning, sem ætti að geta orðið undirstaða undir frekari bótum á þessu máli og sérstaklega hafa þá þýðingu, að á næstunni mun sjást, að þetta frv. verður engum til meins, jafnvel ekki mjólkurseljendum hér í bænum. Á þetta treysta þessir aðilar, og því get ég léð þessu frv. atkv. mitt út úr deildinni, þótt ekki sé hægt að neita því, að það fari þaðan lamað, og óvíst, að það verði að verulegu gagni.