18.02.1933
Neðri deild: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í C-deild Alþingistíðinda. (4184)

27. mál, fiskframleiðslu ársins 1933

Haraldur Guðmundsson:

Mér þykir hæstv. dómsmrh. ekki forvitinn í þessu efni, að grennslast ekki eftir jafnmikilvægu atriði og því, hvort menn muni vilja fela Sölusambandinu að selja fisk sinn. Það getur tæplega verið meiningin að veita heimildina til 1. apríl og sleppa svo öllu lausu aftur. - Sölusambandið óskaði eftir svörum ekki síðar en 19.- 20. febr. Það er nærri þessum tímamótum nú. Hygg ég því, að vænta megi, að Sambandið hafi þegar fengið svör í þessu efni; aðeins ef hæstv. ráðh. vildi leita upplýsinganna, getur hann sjálfsagt fengið þær. En þær eiga að mínu áliti að fylgja þessu frv. nú þegar.