18.02.1933
Neðri deild: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (4185)

27. mál, fiskframleiðslu ársins 1933

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það getur vel verið, að ég hafi ekki verið nógu forvitinn, en mér heyrðist hv. þm. segja sjálfur, að ekki væri von á svörum fyrr en 19.- 20. þ. m., og má búast við, að einhverjir noti þann frest. Hv. þm. vill, að svörin fylgi þessu frv. til n., en við ætlum eftir fáeinar mínútur að vísa því til n.! Þetta er ekki sanngjarnt. (HG: Það má fresta að vísa frv. til n.). Það er undarlegt, ef ekki má vísa málinu til n. strax. Hún getur geymt málið hjá sér meðan svörin eru ókomin, ef henni þykir ástæða til. Annars hefi ég ekkert á móti því að grennslast eftir þessu, þegar svörin eru komin.