18.02.1933
Neðri deild: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í C-deild Alþingistíðinda. (4189)

27. mál, fiskframleiðslu ársins 1933

Jón Auðunn Jónsson:

Hæstv. dómsmrh. hefir bent á, að það er sjálfsögð skylda að leggja bráðabirgðal. fyrir þingið og því sjálfsagt, að frv. komi hér fram. Hinsvegar er eðlilegt, að ég sé kunnugri þessu máli en hæstv. dómsmrh., þar sem ég er form. Fisksölusambands Vestfirðinga og kem daglega í skrifstofu sambandsins, þegar ég er staddur hér. Held ég, að það sé ekkert launungarmál, þar sem nefndin sagði mér frá því síðast í morgun, að allt útlit væri fyrir, að Sölusambandið myndi halda áfram starfsemi sinni í ár, og jafnframt, að sú brýna þörf, sem var til staðar, er bráðabirgðalögin voru gefin út, að ráði sölusambandsnefndarinnar, væri nú að mestu horfin.