22.02.1933
Efri deild: 7. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í C-deild Alþingistíðinda. (4216)

20. mál, gæslu landhelginnar og fl.

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Landhelgissjóður er sem kunnugt er stofnaður með lögum frá 1913. Tilgangur hans var að safna saman sektum fyrir ólöglegar fiskiveiðar til skipakaupa til landhelgisvarna og rekstrar þeirra skipa. Þessum tilgangi sínum hefir sjóðurinn náð, og hefir hann orðið til stórmikils gagns. Mér eigum nú 3 varðskip, sem kunnugt er, og öll eru þau keypt fyrir það fé, sem safnazt hafði í sjóðinn. En með þessu og rekstri skipanna hefir verið gengið svo nærri sjóðnum, að hann á nú ekki reiðufé. Tektir fara stórminnkandi vegna þess, að togarar eru hvergi óhultir í landhelgi vegna fjölgunar varðskipanna.

Eftir því, sem nú er komið, eru alls engar líkur á því, að fyrst um sinn verði farið að safna aftur í sjóð til skipakaupa. Þess vegna er engin ástæða til eins og stendur að halda áfram sérstakri reikningsfærslu fyrir landhelgissjóð. Ríkissjóður verður að borga landhelgigæzluna, og sektir, sem inn koma, teljast meðal tekna ríkissjóðs. Þetta gerir reikningsfærsluna léttari, og er í rauninni sama um þetta að segja og um prestlaunasjóðinn, sem stjórnin einnig leggur til, að sé afnuminn, því að hann er ekkert nema óþarfur reikningslegur milliliður.

Frv. legg ég til, að verði vísað til hv. fjhn.