01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2627 í B-deild Alþingistíðinda. (4267)

43. mál, læknishéraða - og prestakallasjóðir

Frsm. (Jónas Jónsson):

Nefndin hefir komið sér saman um að mæla með því, að þetta frv. megi fram ganga óbreytt. Efni þess er, að tryggður verði sjóður til handa læknishéruðum, og eiga að renna f hann þær upphæðir, sem stundum sparast ríkissjóði við það, að hann þarf ekki að greiða fyrir fulla læknisþjónustu. Það er gert ráð fyrir, að þessu fé, sem sjaldan mun vera stórar upphæðir, verði varið til eflingar heilbrigðismála í viðkomandi héraði. Nefndin hefir sem sagt orðið ásátt um að fylgja frv., og leyfi ég mér fyrir hennar hönd að leggja til, að það verði samþ.