02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2628 í B-deild Alþingistíðinda. (4271)

43. mál, læknishéraða - og prestakallasjóðir

Guðrún Lárusdóttir:

Ég get verið fáorð um þessa brtt. Það, sem vakir fyrir flm., er gott, sem sé það, að peningar, sem ekki þarf að nota til að launa prestum, þar sem ekki eru þjónandi prestar að svo stöddu, geti gengið til kirkjuráðs, til þess að það geti annazt þá starfsemi, sem gert er ráð fyrir í þaraðlútandi l. Kirkjuráð hefir margt að starfa, en það er erfitt að starfa með tvær hendur tómar. Væri kirkjuráð mun betur sett, ef það fengi þetta fé til umráða. Um aukaútlát úr ríkissjóði er ekki að ræða. Vona ég, að hv. dm. ljái till. þessari atkv. sitt í sambandi við frv. það, er hér liggur fyrir um læknishéraðasjóði og mér sýnist öll sanngirni mæla með.