07.03.1933
Neðri deild: 18. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í C-deild Alþingistíðinda. (4319)

65. mál, prestkallasjóð

Flm. (Magnús Jónsson):

Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál. Hefir það legið fyrir 2 síðustu þingum, en dagað þar uppi. En síðan það var flutt hér síðast, hefir þó gerzt það nýtt í málinu, að með l. hefir verið stofnað kirkjuráð. Skortir það mjög fé til allra framkvæmda, og virðist helzt vera hægt að afla þess fjár á þann hátt, sem hér um ræðir. Aftur myndi erfiðara að fá sérstaka fjárveitingu upp í fjárl.

Ég vil óska þess, að frv. verði vísað til allshn., eins og frv. um læknishéraðasjóði. Virðist eðlilegt, að þessi mál fylgist að, og getur þá n. athugað þau saman.