30.05.1933
Efri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2673 í B-deild Alþingistíðinda. (4373)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Jón Baldvinsson:

Ég mótmæli því, að málið sé tekið af dagskrá. Það er ekki flóknara en svo, að hv. þm. er vorkunnarlaust að taka afstöðu til þess. Nú er svo langt liðið á þingtímann, að vel getur farið svo, að slík töf yrði til þess, að málið dagaði uppi, og væri illa farið, ef ákveðinn þingvilji yrði að lúta í lægra haldi fyrir slíkum töfum.