30.05.1933
Efri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2673 í B-deild Alþingistíðinda. (4378)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Jakob Möller:

Ég álít réttara að taka málið af dagskrá, einkum þar sem brugðið hefir verið út frá venju með því að taka málið á dagskrá áður en nál. er komið fram.

Mér finnst hæpið að tala um ákveðinn þingvilja í þessu máli. Nd. neitaði í vetur að staðfesta bráðabirgðalög um svipað efni síðan í sumar, þótt þetta frv. hafi nú verið samþ. þar. Mér finnst því síður ástæða til að flaustra málinu, þar sem ég er í vafa um, hvort heimilt sé að bera þetta frv. fram, eftir að hitt var fellt. Ég á sæti í sjútvn. og hefi lýst þar yfir, að ég greiði atkv. á móti málinu. Má vera, að hv. þm. Snæf. hafi átt við mig, er hann var að tala um, að von væri á brtt. frá n., en ég mun ekki koma með þær fyrr en við 3. umr., ef þá eru horfur á, að málið gangi fram í einhverri mynd.