06.05.1933
Neðri deild: 67. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í C-deild Alþingistíðinda. (4379)

81. mál, sjúkrasjóð ríkisins

Frsm. (Ingólfur Bjarnarson):

Mér virðist mótmælin frá andmælendum þessa frv. aðallega liggja í því, að þeim finnst viðsjárvert að sleppa ráðstöfunarréttinum úr höndum þingsins hvað umræddar styrkveitingar snertir. En mér hinsvegar þykir það mikill kostur að koma þeim út úr þinginu og tel þær muni miklu réttlátari í höndum heilbrigðisstjórnarinnar.

Fella hv. þingmenn úrskurð um, að hverju þeir hallast í þessu efni, með atkv. sínu.