30.05.1933
Efri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2675 í B-deild Alþingistíðinda. (4386)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Forseti (GÓ):

Ég hafði gott af hv. 2. landsk. nú eins og svo oft áður. Þar sem útlit er fyrir, að hv. þd. skiptist í 2 flokka um þetta mál, þá býst ég nú við að fara að ráðum hv. 2. landsk. og bera það undir d., hvort þetta frv. skuli tekið út af dagskrá. Annars býst ég við, að ég hefði orðið við óskum þeirra hv. þdm., sem fóru fram á það. Þó að þessi hv. þd. sé nú farin að tíðka þá aðferð að neita um afbrigði til þess að einstök mál megi komast hér að til umr., þá er nú ekki svo mikil hætta á því, að þetta mál dagi uppi í þinginu, þó það verði tekið af dagskrá nú, þar sem það á svo lítið eftir. Og þar sem deildin er nú fremur þunnskipuð og dm. koma ekki, þótt ég hringi til atkvgr., þá get ég ekki verið að ganga eftir þeim lengur og tek málið af dagskrá.