02.06.1933
Neðri deild: 92. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2718 í B-deild Alþingistíðinda. (4451)

97. mál, veitingaskattur

Magnús Jónsson:

Ég vil halda fast við þessa till. mína, að málinu verði vísað til n. Ég býst ekki við, að þessir hv. eða hæstv. embættismenn séu neitt meiri en þeir, sem fjalla yfirleitt um stjfrv., þegar þau koma fram. Þingið hefir haft það fyrir sið að vísa þeim til n., og n. gera oft breyt. á þeim. Ég skal taka það fram, að ég er ekki á móti því að leggja á þennan skatt, en ef verulegir gallar koma í ljós við framkvæmd þessara laga, þá vil ég gjarnan, að það komi fram, að tvívegis hafi verið fellt í þessari hv. d., að málið væri athugað í n.